Líkami og hugur – Heilsuklasinn

Líkami og hugur

Líkami og hugur er grunn námskeið fyrir þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og/eða streitu. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur þar sem mikið er lagt upp úr að mynda andrúmsloft þar sem öllum líður vel og hver og einn vinnur út frá eigin getu. Þjálfarar hópsins eru íþróttafræðingar.

Innifalið í námskeiðinu
Námskeiðið stendur yfir í átta vikur og eru æfingar þrisvar sinnum í viku í 50 mínútur í senn. Tímarnir fara fram þegar almennt er rólegt í líkamsræktinni, kl 13:00-13:50 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Unnið er út frá hreyfiseðli, sem er viðurkennt meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á – þar á meðal er ýmis andleg vanlíðan. Iðkendum er mætt á eigin forsendum og lagt er upp úr því að andrúmsloft sé þægilegt þar sem allir eru velkomnir og öllum getur liðið vel. Einnig er innifalinn fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans meðan á námskeiðinu stendur.

Þjálfarar námskeiðsins
Sigríður Einarsdóttir og Anna Margrét Guðmundsdóttir, íþróttafræðingar.

Verð og næstu námskeið
Verð fyrir námskeiðið, sem stendur yfir í átta vikur, er 51.900 kr. Næstu námskeið hefjast:

    • 14. mars
    • 11. apríl
    • 9. maí

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.