Líkami og hugur

Fyrir þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og/eða streitu þá er Líkami og hugur námskeið sem hentar einstaklega vel. Þægilegt andrúmloft stöðvarinnar og vinalegt viðmót þjálfara hjálpar til við jákvæða upplifun af heilsurækt. Tímarnir fara fram þegar lágmarksálag er í líkamsræktinni, eða kl 13:00-13:50 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Tímarnir eru skipulagðir út frá hreyfiseðli, sem er viðurkennt meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á. Þar á meðal eru ýmsir andlegir sjúkdómar. Iðkendum er mætt á þeirra eigin forsendum og mikið lagt upp úr því að allir finni að þeir séu velkomnir og að öllum líði vel.

Námskeiðið Líkami og hugur er tvíþætt, þar sem annars vegar er um hreyfingu að ræða og hins vegar núvitund. Til að hámarka jákvæð áhrif námskeiðsins er mælst til þess að iðkendur fari einnig í núvitundarhluta námskeiðsins. Íþróttafræðingar sjá um alla hreyfingu námskeiðsins, en núvitundin er kennd undir handleiðslu sálfræðinga.

Innifalið í námskeiðinu eru þrír tímar í viku í lokuðum hóp og fullur aðgangur að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans. Þar er þjálfari í tækjasal á auglýstum tímum og opnir tímar, auk þess sem innan af búningsklefa er heitur pottur og sauna.

Verð fyrir hreyfihluta námskeiðsins, sem stendur yfir í 8 vikur, eru 49.900 kr.