Hjá sálfræðiþjónustunni Styðjandi í Heilsuklasanum starfar fjölbreyttur hópur sálfræðinga, sem býr yfir víðtækri fagkunnáttu á sviði meðferðar, ráðgjafar og greiningarvinnu. Boðið er upp á meðferð fyrir einstaklinga og hópa og eru okkar sérsvið meðal annars meðferð við þunglyndi og kvíða, átröskunarvanda, sjálfsmyndarvanda, áföllum, örmögnun og kulnun og langvinnum verkjum.
Meðal þeirra meðferðarforma sem í boði eru hjá Styðjandi eru hugræn atferlismeðferð, EMDR, samkenndarnálgun, núvitund auk ýmissa hópúrræða.
Boðið er upp á meðferðarvinnu með börnum og ungmennum ásamt forráðamönnum. Hluti sálfræðinganna sinnir sérstaklega parameðferð. Auk þess sinna margir sálfræðingar hjá okkur fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Meðferð byggir alltaf á viðurkenndum og gagnreyndum aðferðum. Sálfræðingar Styðjandi eru í samstarfi við aðrar fagstéttir Heilsuklasans sem og heilsugæsluna Höfða.
Fjölbreytt námskeið eru í boði hjá Styðjandi. Sjá nánari upplýsingar hér
Sálfræðingar Styðjandi njóta allir handleiðslu reyndra sérfræðinga í störfum sínum.
Tímabókanir fara fram í síma 599-1600 eða í gegnum netfangið mottaka@klasinn.is