Jóga námskeið Heilsuklasans fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl 12:10-13:00 í sal 5.
Fjölbreyttir tímar með blöndu af kraftmiklu jógaflæði, mjúkum liðkunum og slökun. Jóga flæði eða vinyasa er róleg hreyfing í takt við öndun þar sem unnið er með jafnvægi milli liðleika og styrks. Allir tímar enda svo á endurnærandi leiddri slökun.
Það að hægja á sér og hlusta á andardráttinn gefur iðkanda tækifæri til að eiga í góðu samtali við líkama sinn og læra að bregðast við í takt við þarfir hans. Einskonar hugleiðsla eða núvitundaræfing á hreyfingu.
Tímarnir henta bæði fyrir byrjendur og lengra komna.
Innifalið í námskeiði
Hægt er að byrja hvenær sem er þar sem námskeiðið er kennt allt árið um kring. Innifalið í námskeiðinu eru tveir lokaðir tíma í jóga, auk fulls aðgangs að vel útbúnum tækjasal Heilsuklasans og því sem honum fylgir. Þar má nefna opna tíma á laugardögum og inn af búningsklefum er notalegt slökunarsvæði sem inniheldur heitan pott og sauna.
Fagaðili námskeiðs
Steinunn Þórðardóttir, sjúkraþjálfari og jógakennari með yfir áratuga reynslu af jógakennslu.
Verðtafla
Mánaðarverð í áskrift án uppsagnarfrests | 17.900 kr |
Stakur mánuður (4 vikur) | 19.900 kr |