Líkami og hugur er grunn námskeið fyrir þá sem glíma við einkenni kvíða, þunglyndis og/eða streitu. Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur þar sem mikið er lagt upp úr að mynda andrúmsloft þar sem öllum líður vel og hver og einn vinnur út frá eigin getu. Námskeiðið er tvískipt, þar sem hreyfing er 3x í viku og Jóga Nidra 1x í viku.
Innifalið í námskeiðinu
Líkamsræktarhluti námskeiðsins er kenndur þrisvar sinnum í viku í 50 mínútur í senn. Tímarnir fara fram þegar almennt er rólegt í líkamsræktinni, kl 13:00-13:50 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Unnið er út frá hreyfiseðli, sem er viðurkennt meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á – þar á meðal er ýmis andleg vanlíðan. Iðkendum er mætt á eigin forsendum og lagt er upp úr því að andrúmsloft sé þægilegt þar sem allir eru velkomnir og öllum getur liðið vel. Einnig er innifalinn fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans meðan á námskeiðinu stendur.
Jóga Nidra hluti námskeiðsins fer fram á mánudögum eða miðvikudögum, í beinu framhaldi af líkamsræktinni kl 14:00-15:00. Jóga Nidra samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum, þar sem við förum frá hinu ytra inn í djúpt slökunarástand. Þannig lærum við smám saman að takast á við álag með kyrrari huga sem dregur úr streitu og kvíða. Iðkendur aftengjast hugsunum sínum og virkja slökunarviðbragð líkamans, sem leiðir okkur inn í djúpa hvíld sem svipar til svefns. Jóga Nidra fer þannig fram að í upphafi hvers tíma er stutt fræðsla um Jóga Nidra og þætti sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan. Þá eru gerðar nokkrar einfaldar jógaæfingar eða teygjur og loks fer hugleiðslan fram í liggjandi stöðu á dýnu á gólfinu undir teppi.
Þjálfarar námskeiðsins
Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur
Sigríður Einarsdóttir, íþróttafræðingur
Ingunn Kristjana Þorkelsdóttir, íþróttafræðingur
Jóhanna Björk Briem, jógakennari
Verð og næstu námskeið
Verð fyrir námskeiðið, sem stendur yfir í átta vikur, er 88.900 kr. Námskeið haustannar 2024 hefjast:
-
- 12. ágúst
- 9. september
- 7. október
- 4. nóvember
- 9. desember
Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.