Um hópmerðferðina
Hrefna og Ólöf hafa veitt pörum meðferð í áratug og byggist námskeiðið á meðferð Sue Johnson, Emotionally focused couples therapy, sem hefur samkvæmt niðurstöðum rannsókna sýnt mestan árangur í parameðferð.
Námskeiðið er fyrir pör til þess að hjálpa þátttakendum að:
- Skilja ást
- Skilja tilfinningar og þarfir
- Stjórna neikvæðu samskiptamynstri
- Móta ástrík tengsl
Fyrirkomulag og kostnaður
Kennt er vikulega í átta skipti, tvær klukkustundir í senn og fer kennsla fram á miðvikudögum kl 18:00-20:00.
Kennarar: Hrefna Hrund Pétursdóttir og Ólöf Edda Guðjónsdóttir sálfræðingar sjá um þetta námskeið. Báðar hafa þær víðtæka reynslu í meðferð á pörum.
Verð á par: 100.000 kr
Skráning og frekari upplýsingar
Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 19. apríl 2023 kl 18:00. Fyrir skráningu eða frekari upplýsingar skal senda tölvupóst á olof.edda.gudjonsdottir@klasinn.is.