Tökum fyrsta skrefið (18-35 ára) – Heilsuklasinn

Tökum fyrsta skrefið (18-35 ára)

Tökum fyrsta skrefið er námskeið sem stuðlar að heilbrigðum lífsvenjum, fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára. Námskeiðið höfðar m.a. til þeirra sem vilja auka félagslega virkni og eflast á vinnumarkaði og/eða í námi. Á námskeiðinu æfa iðkendur með hópi fólks sem er á svipuðum stað í lífinu. Félagslegur stuðningur jafningja er dýrmætur og því hefur jákvæð áhrif að vera í umhverfi með öðrum iðkendum í svipaðri stöðu í samfélaginu.

Innifalið í námskeiðinu
Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er blanda af reglulegri líkamsrækt undir handleiðslu íþróttafræðings, auk þriggja fyrirlestra yfir tímabilið sem haldnir eru af næringarfræðingi og íþróttafræðingi. Fullur aðganur að tækjasal Heilsuklasans og því sem honum fylgir er einnig innifalinn.

Líkamsræktarhluti námskeiðsins er kenndur þrisvar sinnum í viku, 50 mínútur í senn. Kennsla á réttri líkamsbeitingu fer fram fyrri hluta námskeiðsins, en eftir því sem líður á námskeiðið verða æfingar meira krefjandi og farið í fjölbreyttari æfingar. Álag æfinga er einstaklingsmiðað og mikið lagt upp úr því að upplifun iðkenda sé ánægjuleg og uppbyggjandi. Eins og áður kom fram stendur námskeiðið yfir í 8 vikur og tímar líkamsræktarinnar fara fram á eftirfarandi tímum:

  • Þriðjudagar kl 14:00-14:50 Æfing í lokuðum hóptímasal
  • Fimmtudagar kl 14:00-14:50 Æfing í lokuðum hóptímasal
  • Föstudagar kl 14:00-14:50 Æfing í tækjasal

Fræðslufyrirlestrar eru til þess gerðir að auðvelda iðkendum að tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur, sér í lagi hvað varðar hreyfingu og næringu. Einnig er komið inn á aðra þæti sem hafa bein áhrif á heilsu okkar, eins og svefn, félagsleg virkni og umhverjið í daglegu lífi. Hver fyrirlestur varir í tæpa klukkustund. Tímasetningar fyrirlestra verða á fimmtudögum kl 13 og þeim lýkur tímanlega þannig að iðkendur komist á æfingu kl 14. Fyrirlestrarnir eru eins og hér segir:

  • Vika 1 (Lars) – Tökum fyrsta skrefið í líkamsrækt
  • Vika 3 (Heiðdís) – Tökum fyrsta skrefið í mataræði
  • Vika 7 (Heiðdís og Lars) – Hver eru næstu skref?

Fagaðilar námskeiðsins
Heiðdís Snorradóttir, næringarfræðingur
Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur og lýðheilsufræðingur
Snær Jóhannsson, íþróttafræðingur

Verð og næstu námskeið
Verð fyrir námskeiðið eru 82.900 kr og hægt er að skipta greiðslum. Næstu námskeið fara af stað:

  • Þriðjudaginn 3. september 2024
  • Þriðjudaginn 29. október 2024

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.