Lifum með verkjunum – Heilsuklasinn

Lifum með verkjunum

Lifum með verkjunum er grunn námskeið í heilsurækt, sérstaklega uppsett fyrir fólk sem lifir við langvinna verki. Með reglulegri hreyfingu, skynsömu æfingavali og hæfilegri ákefð er hægt að halda verkjum í lágmarki og þannig stuðla að ánægjulegra lífi.

Stærsti hluti námskeiðsins er í formi reglulegrar líkamsræktar undir handleiðslu íþróttafræðings, en einnig eru fræðslufyrirlestrar hjá ýmsum sérfræðingum um heilsu. Um er að ræða 4 mánaða námskeið, sem vonandi verður einungis upphafið af heilsusamlegum lífstíl út ævina. Mikilvægt er að hugsa heilsuræktina sem langtíma verkefni, með það að markmiðið að hámarka heilsu og lífsgæði til lengri tíma.

Innifalið í námskeiðinu
Eins og áður segir stendur námskeiðið yfir í 4 mánuði. Tímabilið skiptist í 12 vikur í lokuðum hóp, þar sem í framhaldinu taka við 5 vikur í framhaldshóp. Á fyrstu 3 mánuðunum er farið rólega af stað í að byggja upp styrk og þaðan vinna sig upp í betri heilsu og minni verki. Á síðasta mánuði námskeiðsins býðst iðkendum að velja á milli ýmissa framhaldshópa í líkamsrækt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Líkamsræktarhluti námskeiðsins er kenndur alla mánudaga og miðvikudaga kl 18:30-19:20. Tímarnir fara fram að langmestu leiti í lokuðum sal, þó einnig fari fram kennsla í tækjasal. Fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans er innifalinn og kennslan snýr fyrst og fremst að því að hjálpa fólki að kunna á stillingar á tækjum og öðrum búnaði svo hægt sé að koma oftar á eigin vegum í ræktina, sé vilji til þess. Fyrstu vikurnar er þó mælt með að markmiðið sé að mæta í sem allra flesta tíma og láta annað vera aukaatriði.

Fræðsluhluta námskeiðsins er þannig háttað að iðkendur fá aðgang að vefsvæði þar sem horfa má á upptökur af fjórum fræðslufyrirlestrum. Iðkendur hafa aðgengi að fræðslunum allan námskeiðstímann og geta skoðað fyrirlestrana hvenær sem hentar og eins oft og hverjum og einum sýnist. Sjúkraþjálfari, sálfræðingur, íþróttafræðingur og næringarfræðingur eru hver um sig með einn fræðslufyrirlestur um ýmsa þætti tengda lifnaðarháttum sem hafa áhrif á verki og verkjaupplifun.

Fagaðilar námskeiðsins
Inngunn Kristjana Þorkelsdóttir, íþróttafræðingur
Sjúkraþjálfari
Sálfræðingur
Íþróttafræðingur
Næringarfræðingur

Verð og næstu námskeið
Verð á námskeiðið eru 19.900 kr á mánuði, með skuldbindingu í 4 mánuði. Heildarverð er því 79.600 kr.

Næsta námskeið hefst mánudaginn 2. september kl 18:30. Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.