Unnur Steina sérhæfir sig í greiningu og meðferð á erfiðum astma og ofnæmissjúkdómum og er m.a. forstöðulæknir Astmagöngudeildar A3 á LSH. Hún er sérfræðingur í Lyflækningum, Astma, Ofnæmislækningum og Klínískri Ónæmisfræði.
Hennar aðal sérþekking liggur í T2 bólgusjúkdómum: Eosinophil astmi, CRSwNP (Chronic Rhinosinusitis with Nasal Polyps), Atopískt eczema, Eosinophil Esophagitis):
Í Heilsuklasanum fer fram greining, fræðsla og meðferð oft í samvinnu við Háls-Nef og Eyrnalækna og Húðlækna.
Meðal þeirra sjúkdóma sem Unnur Steina greinir og meðhöndlar :
Astmi : bæði ofnæmisastmi og fullorðins astmi. Hægt er að beita lyfjameðferð og líftæknimeðferð. Mismunagreiningar og fylgisjúkdómar við astma skoðaðir. Fræðsla á umhverfisþáttum og kennsla á lyf.
Allergiskur rhinitis : Frjónæmi, dýraofnæmi þar sem t.d. er hægt að beita lyfjameðferð og jafnvel AFNÆMINGU fyrir ofnæmisvökum
Fæðuofnæmi : Greining og ráðleggingar
Ofnæmi fyrir geitungum, býflugum : Greining og ráðleggingar, meðferð
Sinusitis og polyposis (Skútubólgur og sepasjúkdómur) : Greining og meðferð. Ónæmisuppvinnsla. Unnið í samvinnu við Háls-Nef og Eyrnalækna, vísað í aðgerðir og líftæknimeðferð ef þarf
Ónæmisbrestir : tíðar sýkingar í öndunarfærum. Uppvinnsla og meðferð. Möguleiki á mótefnagjöf ef ábending.
Eosinophil Esophagitis (Rauðkyrningsbólga í vélinda). Ofnæmisuppvinnsla , fræðsla og meðferð
Urticaria og Angioedema (Ofsakláði/Þina, og ofsabjúgur). Greining og meðferð, fræðsla. Unnið í samvinnu við húðlækna. Möguleiki á líftæknimeðferð ef ábending.
Atopískt eczema (Ofnæmis/Barna exem) : greining og meðferð, fræðsla. Unnið í samvinnu við húðlækna. Möguleiki á líftæknimeðferð ef ábending.
Bráðaofnæmi (Anaphylaxis) Greining, ráðleggingar og meðferð
Mast frumur sjúkdómar : Mastocytosis, Mast Cell Activation Syndrome, Greining og Meðferð.
Eosinophil tengdir sjúkdómar : Hypereosinophilia (Auking á rauðkyrningum í blóði) : Greining og meðferð
Lyfjaofnæmi : Penicillin próf. Öðrum lyfjaofnæmum er vísað á Ofnæmisdeild LSH A3.
T2 bólgusjúkdómar : Eosinophil astmi, CRSwNP (Chronic Rhinosinusitis with Nasal Polyps), Atopískt eczema, Eosinophil Esophagitis): Grening og meðferð í samvinnu við Háls-Nef og Eyrnalækna og Húðlækna.