Léttara líf – Heilsuklasinn

Léttara líf

Léttara líf er grunn námskeið í heilsurækt, sérstaklega uppsett fyrir fólk sem lifir með offitu og fylgikvillum þess. Stærsti hluti námskeiðsins er í formi reglulegrar líkamsræktar undir handleiðslu íþróttafræðings, en einnig eru fræðslufyrirlestrar hjá innkirtlalækni og næringarfræðingi. Bæði er hægt að fara á námskeiðið eitt og sér, en einnig hentar það sérstaklega vel samhliða meðferðum svo sem lyfjanotkun (t.d. Ozempic eða Wegovy) eða aðgerð. Með því að bæta reglulegri hreyfingu og fræðslu til viðbótar við meðferðir eru allar forsendur fyrir hendi til að geta bætt heilsu og lífsgæði til lengri tíma. Um er að ræða 4 mánaða námskeið, sem vonir standa til um að sé einungis upphafið af heilsusamlegum lífstíl út ævina. Mikilvægt er að hugsa heilsuræktina sem langtíma verkefni, frekar en einhverja skammtíma lausn.

Innifalið í námskeiðinu
Eins og áður segir stendur námskeiðið yfir í 4 mánuði. Tímabilið skiptist í 12 vikur í lokuðum hóp, þar sem í framhaldinu taka við 5 vikur í framhaldshóp. Á fyrstu 3 mánuðunum er lagður grunnur að reglulegri hreyfingu, þar sem farið er reglulega og ítarlega yfir rétta líkamsbeitingu. Auk þess er æfingaálagi stýrt þannig að farið sé rólega af stað og svo hægt og rólega eykst erfiðleikastig í þjálfun í taki við aukinn styrk og bætt þol iðkenda. Á fyrstu 3 mánuðum fara einnig fram fjórar fræðslur og því er vænst til þess að iðkendur séu tilbúnir til að taka næsta skref á síðasta mánuði námskeiðsins, þar sem iðkendum býðst til að velja á milli ýmissa framhaldshópa í líkamsrækt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Líkamsræktarhluti námskeiðsins er kenndur alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Mánudags- og miðvikudagstímarnir eru kl kl 18:30-19:20, en á föstudögum eru þeir kl 16:30-17:20. Tímarnir fara fram að langmestu leiti í lokuðum sal, þó einnig fari fram kennsla í tækjasal. Fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans er innifalinn og kennslan snýr fyrst og fremst að því að hjálpa fólki að kunna á stillingar á tækjum og öðrum búnaði svo hægt sé að koma oftar á eigin vegum í ræktina, sé vilji til þess. Fyrstu vikurnar er þó mælt með að markmiðið sé að mæta í sem allra flesta tíma og láta annað vera aukaatriði.

Fræðsluhluti námskeiðsins er í höndum tveggja fyrirlesara. Í heildina eru fjórir fyrirlestrar, tveir hjá innkirtlalækni og tveir hjá næringarfræðingi. Um er að ræða u.þ.b. klukkutíma fyrirlestra, þannig að hentugt er að fara beint af fyrirlestri í tíma í líkamsræktinni, sem hefst um hálftíma eftir lok fyrirlesturs. Mikilvægi þessa fyrirlestra er umtalsvert og því mælum við eindregið með því að iðkendur leggi sig fram í að komast á þá sömuleiðis. Fyrirlestrarnir eru eins og hér segir:

  • Mán 16. sept kl 17:00 (Vika 3) – “Fjárfesting í góðri heilsu – almennt um offitu”, Sigríður, innkirtlalæknir
  • Mán 30. sept kl 17:00 (Vika 5) – “Mataræðið sem ein heild”, Heiðdís, næringarfræðingur
  • Mán 21. okt kl 17:00 (Vika 8) – “Fjárfesting í góðri heilsu – hvað get ég gert sjálf/ur”, Sigríður, innkirtlalæknir
  • Mán 11. nóv kl 17:00 (Vika 11) – “Heilbrigt samband við mat”, Heiðdís næringarfræðingur

Til viðbótar við reglulega líkamsrækt og fræðslu er í boði mæling á DEXA skanna hjá Beinstyrk í upphafi námskeiðs. Slík mæling gefur nákvæmar niðurstöður um t.d. vöðvamassa, fitumassa og beinþéttni. Fyrir þá sem vilja aðra mælingu í lok námskeiðs, þá býðst þeim slík mæling með túlkun niðurstaðna á 50% afslætti.

Fagaðilar námskeiðsins

  • Saadia Auður Dhour – Útskrifaðist sem íþróttafræðingur 2015 og hefur starfað sem slíkur síðan. Megin áhersla í þjálfun er á jákvæða upplifun iðkenda af heilsurækt, óháð getu, markmiðum eða öðrum þáttum.
  • Sigríður Björnsdóttir – Innkirtla- og efnaskiptalæknir með doktorspróf frá 2014. Vann á Karólínska Sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í 15 ár og hefur unnið bæði í klínískri heilbrigðisþjónustu sem og starfi sem sérfræðingur í beinþynningu og offitu.
  • Heiðdís Snorradóttir – Næringarfræðingur með áherslu á lýðheilsu, þar með talið langvinna sjúkdóma. Hefur unnið klínískt starf síðastliðin 4 ár og hefur veitt ráðgjöf í sambandi við næringu bæði til einstaklinga og hópa.

Verð og næstu námskeið
Verð á námskeiðið eru 34.900 kr á mánuði, með skuldbindingu í 4 mánuði. Heildarverð er því 139.600 kr.

Næsta námskeið hefst mánudaginn 2. september kl 18:30. Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.