Bryndís hefur sérhæft sig í streitutengdum kvillum, svo sem kvíða, streitu, áfallastreitu og sorg. Hún vinnur líka með þunglyndi, lágt sjálfsmat, meðvirkni og heilsutengdar breytingar. Bryndís er vottaður sérfræðingur frá Vinnueftirlitinu varðandi málefni tengd sálfélagslegu öryggi á vinnustöðum og sinnir vinnustaðagreiningum, eineltismálum og öðru sem lýtur að líðan fólks í starfsumhverfi þess. Bryndís sinnir mikið stjórnendahandleiðslu og handleiðslu fagfólks í heilbrigðiskerfinu og félagslega kerfinu. Heldur fræðsluerindi um m.a. starfsáænægju, streitu og álag í starfi, flókin samskipti, stjórnað með samkennd, kvíða og álag í daglegu lífi og sorg og stuðning í ástvinamissi. Bryndís handleiðir stjórnendateymi sem og starfsmannahópa í gegnum breytingar og erfiða tíma og er faglegur ráðgjafi í EKKO teymum fyrirtækja og stofnana.
Bryndís lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1999 og Cand.Psych. prófi frá Árósarháskóla 2006. Bryndís lauk sérhæfingu í hugrænni atferlismeðferð (HAM) haustið 2010 og lauk sérhæfingu í samkenndarsálfræði (compassion focused therapy) vorið 2023 frá The Compassionate Mind Foundation. Bryndís er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands, Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga og Alúð, félagi um vakandi athygli og núvitund.
Bryndís starfaði á göngudeild geðdeildar Viborg Sygehus í starfsnámi sínu. Hún var starfsmannastjóri hjá Íshestum frá 2005 – 2011, starfaði hjá Kvíðameðferðarstöðinni 2008-2010, hjá Heilsustöðinni frá 2010 – 2017, hjá Heilsuborg frá ágúst 2017 til febrúar 2020 og hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu frá mars 2020 – október 2024.
Bryndís hóf störf hjá Heilsuklasanum í október 2024.