Sigrún Ása ÞórðardóttirSálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði – Heilsuklasinn

Sigrún Ása Þórðardóttir
Sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði

Sigrún Ása hefur sérhæft sig í streitutengdri vanheilsu (kulnun/örmögnun)
og sinnir því ráðgjöf og meðferð einstaklinga sem glíma við afleiðingar
langvarandi álags á heilsu og líðan. Hún hefur einnig sérhæft sig í meðferð við langvinnum verkjum og unnið með einstaklingum sem glíma við langvinn líkamleg veikindi. Hún vinnur einnig með lágt sjálfsmat, þunglyndi og kvíða. Sigrún sinnir einstaklingsmeðferð fullorðinna í Heilsuklasanum ásamt því að koma að ýmsum námskeiðum og fyrirlestrum. Hún tekur einnig að sér námskeiðahald og fyrirlestra fyrir fyrirtæki.

Menntun:
Sigrún Ása lauk BS Prófi í sálfræði frá HÍ árið 2002 og prófi í klínískri
sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 2005. Sigrún Ása lauk sérhæfingu í
hugrænni atferlismeðferð (HAM) vorið 2019. Sigrún hlaut sérfræðiréttindi í klínískri sálfræði fullorðinna árið 2023.

Frá 2006 til 2009 starfaði Sigrún Ása sem sálfræðingur við miðstöð fyrir
unglinga (Ungdomscentret) í Árósum.

Frá 2010 til 2014 starfaði Sigrún sem sálfræðingur við heilsueflingarteymi
HNLFÍ og var verkefnastjóri streitumeðferðar við HNLFÍ.

Frá 2011 til 2020 starfaði Sigrún Ása sem sálfræðingur í Heilsuborg og frá
2018 til 2020 sem sálfræðingur og fagstjóri geðræktar og hugarhreysti í
Heilsuborg.

Sigrún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi
sálfræðinga. Hún hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast starfinu, en þó
einkum námskeiðum á sviði núvitundar og samkenndarsálfræði.