Sigrún ArnardóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Sigrún Arnardóttir
Sálfræðingur

Hjá Heilsklasanum sinnir Sigrún almennri sálfræðimeðferð og ráðgjöf, þar á meðal við kvíðaröskunum, þunglyndi og lágu sjálfsmati.

Sigrún lauk BA námi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og Cand. Psych gráðu frá sama skóla árið 2014. Í millitíðinni lauk hún einnig diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf og starfaði við það í þrjú ár hjá Keili, miðstöð vísinda, fræðslu og atvinnulífs.
Í sálfræðináminu hlaut Sigrún starfsþjálfun við Kvíðameðferðarstöðina og starfaði þar í fjögur ár við meðhöndlun kvíðaraskana, einna helst félagskvíða, almennrar kvíðaröskunar og lágs sjálfsmats ásamt greiningum á Adhd. Í starfi sínu þar vann hún í eitt ár með börnum, ungmennum og foreldrum þeirra við meðhöndlun kvíða á Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Þar að auki starfaði hún hjá starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar með skjólstæðingum sem sóttu endurhæfingu þar.

Sigrún er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Hún hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast starfinu, þ.á.m. hefur hún lokið 1. stigi í EMDR (úrvinnslumeðferð við áföllum).

Hringdu í móttöku Heilsuklasans til að panta tíma:
Sími: 599-1600