Heilsumat Heilsuklasans – Heilsuklasinn

Heilsumat Heilsuklasans

Heilsumat Heilsuklasans
Vilt þú bæta heilsuna? Veistu ekki hvað þú átt að gera eða hvar þú átt að byrja? Þá gæti Heilsumat Heilsuklasans verið fullkomið fyrsta skref fyrir þig!

Heilsumat Heilsuklasans er stakur tími með íþróttafræðingi. Þar fer fram mæling á líkamsgreiningartæki, framkvæmdar eru ýmsar æfingar til að mæla líkamleg afköst og loks yfirferð matardagbókar til að sjá mynstur í fæðuinntöku. Allar mælingar eru með sannreyndum stöðluðum gildum, svo skýrt sé hvað niðurstaðan þýðir. Á líkamsgreiningartækinu er þyngd, vöðvamassi, fituprósenta, kviðfita, vökvamagn o.fl. mælt. Allar niðurstöður liggja strax fyrir og í lok tímans er viðtal þar sem farið er yfir niðurstöðurnar og sömuleiðis boðið upp á stutta næringarráðgjöf. Einnig fylgir vikupassi í líkamsrækt Heilsuklasans, þar sem val er á milli þess að vera í tækjasalnum eða fara á námskeið sem hentar miðað við áður nefndar niðurstöður.

Fyrir tímann
Til að fá sem mest út úr næringarráðgjöfinni mælum við með því að áður en tíminn fer fram skrifi viðkomandi niður í 2-3 daga hvað er borðað, sirka hversu mikið og á hvaða tíma hver máltíð er. Óþarfi er að mæla matinn nákvæmlega og gott er að skrá niður hefðbundna daga. Þetta er gert til að sjá mynstur í matarvenjum hversdagsins, svo betur sé hægt að benda á hvað betur má fara. Hvorki borða né drekka síðasta klukkutímann áður en tíminn fer fram, þar sem það myndi skekkja niðurstöður líkamsgreiningartækisins. Æskilegt er að mæta í þægilegum fatnaði sem hentar vel til hreyfingar og í góðum skóm.

Innifalið

      • Klukkutíma tími með íþróttafræðingi
      • Mæling á líkamsgreiningartæki
      • Styrktarmæling fyrir efri líkama
      • Styrktarmæling fyrir neðri líkama
      • Liðleikamæling fyrir efri líkama
      • Liðleikamæling fyrir neðri líkama
      • Þolmæling
      • Yfirferð matardagbókar
      • Viðkomandi fær afhendar allar niðurstöður Heilsumatsins
      • Vikupassi í tækjasal eða á námskeið sem hentar

Annað
Verð fyrir Heilsumat Heilsuklasans er 22.900 kr.

Hægt er að bóka Heilsumat í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.