Jafnvægi og hugarró – Heilsuklasinn

Jafnvægi og hugarró

Jafnvægi og hugarró er grunn námskeið fyrir þá sem glíma við langvarandi einkenni streitu. Slík streita viðheldur orkustigi líkamanns lágu og líkamleg þjálfun ætti að vera í samræmi við það. Æfingarnar eru skipulagðar þannig að ákefð og erfiðleikastig æfinga eru lægri en á öðrum sambærilegum námskeiðum líkamsræktar Heilsuklasans. Markmiðið með slíkri þjálfun er að byggja upp orkubúskap líkamanns, frekar en að ganga enn frekar á þá litlu orku sem er til staðar.

Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur þar sem mikið er lagt upp úr að mynda andrúmsloft þar sem öllum líður vel og hver og einn vinnur út frá eigin getu. Námskeiðið er tvískipt, þar sem hreyfing er 3x í viku og Jóga Nidra 1x í viku.

Innifalið í námskeiðinu
Líkamsræktarhluti námskeiðsins er kenndur tvisvar sinnum í viku, 50 mínútur í senn.  Unnið er út frá hreyfiseðli, sem er viðurkennt meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft jákvæð áhrif á – þar á meðal er langvarandi streita. Mestum tíma er varið í léttar styrktaræfingar, æfingar með eigin líkamsþygd, teygjur og aðrar liðkandi æfingar. Einnig er innifalinn fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans meðan á námskeiðinu stendur.

Jóga Nidra hluti námskeiðsins er kenndur samhliða hreyfingunni og fer fram einu sinni í viku. Jóga Nidra samanstendur af líkams-, öndunar- og núvitundaræfingum, þar sem við förum frá hinu ytra inn í djúpt slökunarástand. Þannig lærum við smám saman að takast á við álag með kyrrari huga sem dregur úr streitu og kvíða. Iðkendur aftengjast hugsunum sínum og virkja slökunarviðbragð líkamans, sem leiðir okkur inn í djúpa hvíld sem svipar til svefns. Jóga Nidra fer þannig fram að í upphafi hvers tíma er stutt fræðsla um Jóga Nidra og þætti sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan. Þá eru gerðar nokkrar einfaldar jógaæfingar eða teygjur og loks fer hugleiðslan fram í liggjandi stöðu á dýnu á gólfinu undir teppi.

Námskeiðið stendur yfir í 8 vikur og er kennt á eftirfarandi tímum:

  • Mánudagar kl 13:00-14:00 jóga nidra
  • Þriðjudagar kl 13:00-13:50 líkamsrækt í lokuðum hóptímasal
  • Fimmtudagar kl 13:00-13:50 líkamsrækt í lokuðum hóptímasal

Þjálfarar námskeiðsins
Jóhanna Björk Briem, jógakennari
Snær Jóhannsson, íþróttafræðingur
Lars Óli Jessen, Íþróttafræðingur

Verð og næstu námskeið
Verð fyrir námskeiðið eru 69.900 kr og hægt er að skipta greiðslum. Næstu námskeið fara af stað:

  • 22. janúar
  • 18. mars

Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.