Fátt reynir eins mikið á mannslíkamann og það að ganga með og fæða barn. Vönduð og sérhæfð þjálfun á meðgöngu hjálpar bæði til við fæðingu og flýtir fyrir bata eftir fæðingu. Einnig hjálpa álíka æfingar eftir fæðingu til við að koma líkamanum aftur í átt að fyrri heilsu. Námskeiðið hentar því bæði óléttum konum, sem og nýbökuðum mæðrum sem geta tekið krílin með sér í tíma.
Það sem aðgreinir Meðgöngu- og mömmu þjálfun Heilsuklasans frá öðrum námskeiðum er eftirfarandi:
- Sérstök áhersla á að byggja upp og viðhalda grunnstyrk líkamans.
- Mikið lagt upp úr réttri líkamsbeitingu til að lágmarka verki og álag á líkamann.
- Unnið markvisst að styrkingu grindarbotnsvöðva og djúpþvervöðvum kviðs.
- Notast við sérstaka öndunartækni við að virkja og slaka á grindarbotns- og djúpþvervöðvum kviðs.
Þjálfari námskeiðsins er Elín Huld, sem er bæði íþróttafræðingur og sérstakur meðgöngu- og mömmu þjálfari (Pre- and Postnatal Specialist).
Hægt er að byrja hvenær sem er, svo lengi sem laus pláss eru í hópnum. Námskeiðið er í pásu þessa dagana, en gert er ráð fyrir að næsti hópur fari af stað í janúar 2024. Innifalið í námskeiðsverði er fullur aðgangur að tækjasal Heilsuklasans og æfingaáætlun með tveimur ólíkum æfingadögum, þar sem annan æfingadaginn er hægt að æfa í Heilsuklasanum en hinn daginn heima hjá sér. Verð fyrir stakan mánuð eru 21.900 kr, en í áskrift án uppsagnarfrests er verðið 19.900 kr á mánuði.
Hægt er að skrá sig í móttöku Heilsuklasans eða með tölvupósti á netfangið mottaka@klasinn.is.