Ungmennaþjálfun Heilsuklasans – Heilsuklasinn

Ungmennaþjálfun Heilsuklasans

Ræktun heilsu á unglingsárum leggur grunn að heilbrigðu líferni síðar á lífsleiðinni. Í Ungmennaþjálfun Heilsuklasans eru megin markmiðin tvö:

  • Að kenna iðkendum góða líkamsbeitingu og auka þekkingu þeirra á líkamsrækt til að gera iðkendur sjálfstæðari á því sviði.
  • Að mynda þægilegt umhverfi fyrir heilsueflingu þar sem iðkendum líður vel í og hafa áhuga á því að bæta og/eða viðhalda góðri heilsu.

Praktískar upplýsingar um námskeiðið:

  • Ungmennaþjálfunin er fyrir grunnskólanemendur sem eru í 5.-10. bekk
  • Tímar undir handleiðslu íþróttafræðings þriðjudaga og fimmtudaga kl 15:00-15:50.
  • Tímar fara fram í líkamsrækt Heilsuklasans, sem er á Bíldshöfða 9.
  • Iðkendur fá aðgang að tækjasal alla önnina, en ætli þeir að æfa utan föstu æfingatímanna þurfa allir 16 ára og yngri að vera í fylgd foreldris/forráðamanns.
    • Foreldrar fá 50% afslátt af 3 mánaða korti í tækjasal, þ.e. 5.000 kr mánuðurinn.
  • Fjöldi í hóp eru 5-20 iðkendur.

Haustönn 2021

  • Fyrsti tími þriðjudaginn 7. september
  • Síðasti tími fimmtudaginn 16. desember
  • Aðgangur að tækjasal út 31. desember

Verð fyrir námskeiðið eru 14.900 kr fyrir mánuðinn, þ.e. 59.600 kr fyrir önnina. Hægt er að sækja um frístundastyrk sveitafélaga fyrir þetta námskeið.