Líðan og langvinnir verkir – Heilsuklasinn

Líðan og langvinnir verkir

Um hópmeðferðina

Um er að ræða hópmeðferð ætluð þeim sem glíma við þráláta verki sem þeim finnst þeir ekki hafa stjórn á og andleg líðan er farin að bera þess merki. Vandinn getur ýmist verið ný tilkominn eða langvinnur, hann getur átt sér augljósar orsakir eða verið án læknisfræðilegra skýringa.

Markmið námskeiðsins er að efla færni þátttakenda til að draga úr verkjaupplifun og/eða lifa með sínum verkjum. Sérstök áhersla verður lögð á að vinna með viðhorf til verkja.

Í upphafi er lögð áhersla á að fjalla um samspil andlegrar og líkamlegrar heilsu. Kenndar verða aðferðir til að takast á við verki með hugrænum og atferlistengdum aðferðum en einnig með iðkun núvitundar og samkenndar. Núvitundarþjálfun miðar að því að hjálpa fólki að öðlast skilning á líðan sinni, andlegri jafnt sem líkamlegri, og velja viðbrögð sem eru hverjum og einum mest í hag.

Fyrirkomulag og kostnaður

Kennt er vikulega í sex skipti, tvær klukkustundir í senn og fer kennsla fram á mánudögum milli kl. 13 og 15. Byggt er á fræðslu, verkefnavinnu, umræðum, heimaverkefnum og hugleiðsluæfingum. Þátttakendur eru boðaðir í forviðtal hjá sálfræðingi áður en hóptímar hefjast. 

Kennarar: Elva Brá Aðalsteinsdóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingar í Styðjanda/Heilsuklasanum. Báðar hafa þær víðtæka reynslu í meðferð og ráðgjöf til einstaklinga sem glíma við langvinna verkir og afleiðingar á líðan og lífsgæði.

Verð: 69.098 kr.

Ekkert námskeið verður á vorönn 2022, en til stendur að næsta námskeið fari af stað haustið 2022.

Skráning og frekari upplýsingar

Skráning og nánari upplýsingar veita Elva Brá Aðalsteinsdóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir

elva@klasinn.is

sigrunasa@klasinn.is

 

Hljóðbrot fyrir námskeið