Ólöf Edda GuðjónsdóttirSálfræðingur – Heilsuklasinn

Ólöf Edda Guðjónsdóttir
Sálfræðingur

Ólöf Edda sinnir meðferð foreldra, barna og para ásamt því að sérhæfa sig í áfallameðferð
einstaklinga. Hún hefur einnig sérhæft sig í tilfinningavanda, áföllum og hegðunarvanda barna og
unglinga ásamt því að veita foreldrum ráðgjöf og stuðning í því sambandi. Frá árinu 2013 hefur
hún sinnt parameðferð og unnið að því að skapa jákvæðni og nánd í parsambandi, styrkja
tengslin, bæta samskipti og benda á leiðir til þess að takast á við ágreining.

Á undanförnum árum hefur Ólöf Edda haldið ýmis námskeið og erindi m.a. varðandi uppeldi
barna, kvíða, depurð og félagsfærni unglinga.

Ólöf Edda lauk B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 2010 og síðan Cand. Psych prófi í
sálfræði frá sama skóla vorið 2012. Starfsnám sitt sótti hún á göngudeild Landspítalans í
tengslum við Cand. Psych. prófið. Ólöf Edda lauk sérfræðinámi í PMTO foreldrafærni vorið 2018
og síðan handleiðsluréttindum frá ISII í Oregon 2021. Hún hefur einnig lokið EMDR stigi 1 og 2
sem meðferðarúrræði við áfallastreituröskun fyrir einstaklinga. Að auki hefur Ólöf Edda sótt ýmis
önnur námskeið til að auka við þekkingu sína og til að fjölga mögulegum meðferðarúrræðum fyrir
skjólstæðinga sína.

Ólöf starfaði áður hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis þar sem hún sinnti greiningum
barna og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks leikskóla. Einnig starfaði hún hjá Barna- og
fjölskyldustofu þar sem hún sinnti m.a. handleiðslu og kennslu í PMTO foreldrafærni ásamt því
að þjálfa og handleiða fósturforeldra.

Markmið Ólafar Eddu er að veita hverjum skjólstæðingi bæði vandaða og gagnreynda meðferð
sem er aðlöguð sem best að þörfum viðkomandi og í samræmi við nýjustu þekkingu hverju sinni.

Netfang: olof.edda.gudjonsdottir@klasinn.is